Thursday, March 1, 2012

Miðvikudags rómans á Roadhouse


Til að fá smá upplífgun frá sveitta skólalífs andrúmloftinu og þessu daglega lífi þá höfum við Bergþóra ákveðið að leggja það í hefð að vera rómatískar á hverjum miðvikudegi næstu mánuði, Og byrjuðum hefðinna vægast sagt vel í gær. 

Það vildi lika svo skemmtilega til að það var að opna staður á Snorrabraut sem heitir Roadhouse og er svona 40 góðum skrefum give or take frá okkur. Við gerðum okkur fínar og röltum á stað um 8 mjög bjartsýnar á að það væri laust borð fyrir 2 pelsa..en svo var ekki og ekki laust fyrr en 9 þannig við löbbuðum aftur heim sóttu myndavélinna og fórum i smá gluggaversl niður laugarveg og upp skólavörðustíg. Kaldar en hressar mættar ógeð svangar á Roadhouse klukkutíma seinna. Pöntuðum eftir miklar pælingar Laukhringji í forrétt og 2 sveitta hamborgara í von um mindblow. Og það var það sem við fengum..og meiri segja aukalega. Fengu svona lika fínan disk af poppi í forrétt fyrir forréttinn. En í alvöru ekki í lagi gott..Ég tók smá sjéns(livefast) og fékk mér MacandCheese beikon hamborgara..og í hvert sinn sem ég var búin með einn bita kom næsti biti mér alltaf jafn mikið á óvart hversu góður hann var þetta var rosalegt..og franskarnar! nei ég er að segjaða..hef smakkað þær allar en þessar eru engum líkar..eiginlega rugl..karteflur/öflur skiptir ekki..djúpsteiktar í eitthverju mönsi sem bráðnuðu uppí þér. Mig dreymdi um þær í nótt. Við vorum duglegar og smá feitar og kláruðum að sjálfsögðu af diskunum eftir mikla baráttu..þetta var of gott til að leyfa og klárlega nýji hættulega góði uppáhalds staðurinn okkar. Við áttum erfitt með að labba heim. Mæli mikið með!

 FRÁbær byrjunar á miðvikudags rómansinum sambýlisins. þanngaðtilnæst.



winterfab fav.






105 fínt


Smá snjór


Bergþóra þarna eitthverstaðar


Fína og sæta!


æj við vorum of svangar til að hugsa um að taka mynd áður en við byrjuðum að borða. Þarna var maður samt orðinn vel saddur. En stundum að kunna að troða.


Aldís

1 comment:

  1. besta hugmynd sem ég hef heyrt = rómantískirMiðvikudagar!

    Elska líka hvað þú ert orðheppin og skemmtileg, keep up the good work my friend :D

    Kv. Alexandra Berg

    ReplyDelete