Lá andvaka einn þriðjudag að lesa topshop blað að dást af öllu sem í honum var og láta mig dreyma um hverja flík á eftir annari og hafði fyrr um kvöldið verið að reyna að finna útúr því hvað ég ætti að gera við striga sem ég keypti fyrri örugglega 9 mánuðum og ætlaði að gera eitthvað á hann þá samdægus en eitthverneginn aldrei komist í það. Leti. En svo datt mér í hug að sameina þetta saman og gera úrklippur á strigan úr topshop blaðinu, því mig vantaði svo eitthvað fallegt yfir rúmið mitt, og Topshop vel við hæfi þar sem ég versla meirihlutan af fötum mínu þar. En hér fyrir neðan er útkoman. Mjög auðvelt og gaman, og eitthvað sem allir geta gert. eina sem þarf er.
Strigi, lím stifti, Topshopbæklingur(Tískublað), tússpenni (ég gerði línur meðfram öllu og teiknaði inná, en það er hægt að sleppa) og skæri.
Aldís
No comments:
Post a Comment